Farsæld

Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, nr 86/2021, tóku gildi 1. janúar 2022. Vinna við undirbúning laganna hófst árið 2018 með viljayfirlýsingu fimm ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga um að afnema hindranir á milli kerfa, bæta þjónustu og skapa barnvænt samfélag. Samkvæmt lögum skal börnum tryggð sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. 

Með lögunum var stigið framfaraskref í þá átt að bæta hag barna á Íslandi.

Í lögunum er áréttað það sem kemur fram í Barnaverndalögum (nr. 80/2002) að börn eigi rétt á vernd og umönnun sem og að tryggja að þau börn sem lifa við óásættanlegar aðstæður fái nauðsynlega aðstoð.

Einnig var með lögunum verið að tryggja framkvæmd ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem var lögfestur var á Íslandi árið 2013 (Lög nr. 19/2013 um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins). 

Vonir standa til að allar framtíðar stefnumótanir verði börnum til framdráttar, rétt eins og lögin stefna að. 

Í Húnaskóla er unnið eftir lögum um farsæld barna. Þau úrræði sem standa nemendum til boða má finna hér á heimasíðunni, eins og sálfræðiþjónusta sem og þá þjónustu sem er í boðin innan stoðkerfis. 

Samkvæmt lögunum skal tengiliður vera starfandi við skólann. Skólaárið 2023-2024 er það deildarstjóri stoðþjónustu, Sonja Dröfn Helgadóttir. 

Hér er hlekkur á síðu félagsþjónustunnar vegna farsældar barna, síðan er í vinnslu: 

Nánari upplýsingar um hvað farsæld barna felur í sér má finna á heimasíðu með kynningarmyndböndum, https://www.farsaeldbarna.is/

https://www.felahun.is/is/felags-og-skolathjonustu-a-hun/samthaetting-thjonustu-i-thagu-farsaeldar-barna/samthaetting-thjonustu-i-thagu-farsaeldar-barna