Fyrstu litlu jól Húnaskóla verða haldin á morgun, miðvikudaginn 21. desember. Þau byrja kl. 12:30 í bíósal félagsheimilisins á Blönduósi. Nemendur 1. -6. bekkjar verða með skemmtiatriði og strax eftir að þeirri dagskrá lýkur (um kl. 13:15) verður jólatrésskemmtun í danssalnum. Þar koma allir saman og dansa og syngja í kringum jólatréð. Heyrst hefur að nokkrir jólasveinar muni mögulega láta sjá sig.
Skemmtun lýkur um kl. 14:15. Allir íbúar Húnabyggðar eru velkomnir. Enginn aðgangseyrir.
Við Húnabraut 2a | 540 Húnabyggð Sími: 455-4750 Netfang: hunaskoli@hunaskoli.is |
Skólinn er opinn frá |
.