Úrslit í árlegri teiknisamkeppni grunnskólanema liggja nú fyrir og var hún María Birta Guðmundsdóttir nemandi í 4.bekk ein af þeim 10 sem vann, en keppnin hófst sl. haust í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn.
Myndin sem María Birta teiknaði er hér með í fréttinni.
Öllum nemendum 4. bekkjar er boðið að taka þátt og hefur samkeppnin notið mikilla vinsælda í skólasamfélaginu um áraraðir enda skemmtileg leið til að brjóta upp hefðbundið skólastarf og hvatning til listsköpunar meðal nemenda.
Rúmlega 1.100 myndir bárust í keppnina frá 62 skólum um land allt og eins og alltaf er valið vandasamt enda myndirnar eins ólíkar og þær eru margar. Eftir mikla yfirlegu og krefjandi starf voru að lokum tíu myndir valdar sem vinna til verðlauna en hver mynd hlýtur 40.000 kr. peningagjöf frá MS sem rennur í bekkjarsjóð teiknaranna.
Við óskum Maríu Birtu innilega til hamingju.
Við Húnabraut 2a | 540 Húnabyggð Sími: 455-4750 Netfang: hunaskoli@hunaskoli.is |
Skólinn er opinn frá |
.