Bækur, ljós og kósí

Bækur, ljós og kósí

Bókasafnið skipti um ham í desember og er orðið sannkallað jólabókasafn. Í hlýlegri stemningu með snarkandi arineldi og kertaljósum hafa nemendur nýtt sér aðstöðuna og komið til að læra, slappa af og lesa. 

Einnig eru búnar að vera skipulagðar heimsóknir á bókasafnið fyrir nemendur í 1.-10.bekk ásamt elsta stigi leikskólans í svokallað “Jólakósí” gæðastund með upplestri bóka og samveru. Nokkrar lestrarömmur skólans glöddu nemendur með upplestri bóka, sögum, spjalli og söng sem féllu vel að aðventunni. Eftir lesturinn var boðið upp á gómsætar piparkökur, bækur, spil,föndur og fleira.

Aðventustemningin á skólabókasafninu hefur verið einstaklega vel heppnuð og hefur fengið afar jákvæð viðbrögð frá nemendum og kennurum.