Byrjendalæsi

Eggjabakkaskálar

Við í 2. bekk höfum verið að vinna í þróunarverkefninu Byrjendalæsi þar sem við reynum að velja fjölbreyttar bækur/texta til að vinna með hverju sinni. Oft verður lítil saga að stóru verkefni og getur komið á óvart. Ein bókin sem við unnum með var bókin Rusladrekinn, höfundur Bergljót Arnalds. 

Eitt af markmiðunum sem við settum okkur var að fræðast um endurvinnslu. Við ákváðum að búa til endurunnar skálar. Við rifum niður eggjabakka sem við höfðum safnað, bleyttum og tættum þá í mauk í matvinnsluvél. Næst blönduðum við lími saman við og fylltum síðan plastskálar með efninu og mótuðum skálar. Það tók fjóra daga fyrir nýju skálarnar að þorna en þá var hægt að mála þær og svo lakka. Þetta var dæmi um verkefni sem heppnaðist vel og allir ætla að muna að setja ekki vökva í nýju skálarnar sínar.