Árshátíð Húnaskóla 2025

Árshátíð Húnaskóla verður haldin fimmtudaginn 27.febrúar kl. 19:00 í Félagsheimilinu á Blönduósi.
Húsið verður opnað kl. 18:30

Nemendur í 7.bekk sýna leikritið Shrek í leikstjórn Jóhönnu Stellu Jóhannsdóttur og nemendur í 8.-10.bekk sýna leikritið Grease í leikstjórn Gunnars Sturlu Hervarssonar.
Eftir leiksýningar verður söngatriði og veislukaffi í danssal.
Þegar formlegri dagskrá lýkur verður ball fyrir 7.-10.bekk til 23:00.

Miðaverð (innifalið er kaffihlaðborð) er 3.000 kr. fyrir 16 ára og eldri en 1.500 kr. fyrir 1.-10.bekk.
Ókeypis er fyrir leikskólaaldur.
4.bekkur og yngri eiga að vera í fylgd með fullorðnum.

ATH enginn posi er á staðnum.

Aukasýning á Grease verður kl. 18:00 á föstudaginn, húsið opnar 17:30.