Framsagnarkeppni 7. bekkjar í Húnaskóla var haldin miðvikudaginn 22. mars í Blönduóskirkju.
Nemendur og kennarar höfðu undirbúið keppnina vel en vikuna áður voru haldnar tvær undankeppnir. Alls komust 8 nemendur áfram í lokakeppnina. Það voru Anna Rakel Jóhannsdóttir, Arnar Bent Heiðarsson Evensen, Bella Lind Stenlund, Freydís Ösp Stefánsdóttir, Karen Björt Þórðardóttir, Ragnar Ari Halldórsson, Þorkell Sigurðsson og Þóranna Martha Pálmadóttir sem komust áfram. Þau stóðu sig öll mjög vel og voru starfsfólk og dómarar sammála um hversu efnilegur hópurinn hafi verið.
Dómarar keppninnar að þessu sinni voru þau Guðjón E. Ólafsson yfirdómari, Vilborg Pétursdóttir og Ragnheiður Ólafsdóttir, ræðumaður dagsins var Magdalena Berglind Björnsdóttir og kynnir var Sonja Dröfn Helgadóttir.
Í þriðja sæti varð Þóranna Martha Pálmadóttir, í öðru sæti varð Bella Lind Stenlund og í fyrsta sæti varð Freydís Ösp Stefánsdóttir. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.
Við Húnabraut 2a | 540 Húnabyggð Sími: 455-4750 Netfang: hunaskoli@hunaskoli.is |
Skólinn er opinn frá |
.