Framsagnarkeppni 7. bekkjar

Framsagnarkeppni 7. bekkjar

 

Árleg framsagnarkeppni Húnaskóla fór fram í Blönduóskirkju þann 19. mars síðastliðinn.

Tólf nemendur úr 7. bekk tóku þátt í keppninni þar sem þau lásu upp valin ljóð og texta úr bókinni "Kennarinn sem hvarf" eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur.

Dómnefnd skipuðu þær Berglind Björnsdóttir, Kristín Guðjónsdóttir og Erla Ísafold, sem allar hafa mikla reynslu og þekkingu á sviði framsagnar. 

Sonja Dröfn Helgadóttir stýrði viðburðinum af mikilli fagmennsku og skapaði notalegt andrúmsloft fyrir bæði keppendur og áhorfendur.

Eftir spennandi keppni var það Gabríel Ási Ingvarsson sem stóð uppi sem sigurvegari, í öðru sæti Fanndís Freyja Ármannsdóttir og í þriðja sæti Sigrún Erla Snorradóttir.

Framsagnarkeppnin er mikilvægur liður í að efla lestur og framsögn meðal nemenda og sýndi glögglega hversu mikilvægt er að rækta þessa færni.  Það var augljóst á frammistöðu nemenda að þeir höfðu lagt hart að sér við undirbúning og náð að sigrast á sviðsskrekknum.

Á myndina vantar Þorstein Eirík, Ísak Ottó og Angantý Svan.

Við óskum öllum keppendum innilega til hamingju með frábæran árangur!