Í dag lauk Göngum í skólann verkefninu sem hefur staðið undanfarnar tvær vikur. Að því tilefni var haldin verðlaunaafhending fyrir utan skólann þar sem allir nemendur og starfsfólk skólans voru saman komnir og eftirvæntingin var töluverð. Allir bekkir stóðu sig vel en að þessu sinni var það 3. bekkur sem hlaut gullskóinn en þau mættu öll alla dagana hjólandi eða gangandi í skólann. 7. og 8. bekkur voru saman í öðru sæti og 10. bekkur í því þriðja. Þetta er í fimmta sinn sem gullskórinn er afhentur, fyrst í Blönduskóla og núna í þriðja skiptið í Húnaskóla.
Þó að verkefninu sé lokið viljum við hvetja nemendur og starfsfólk til þess að halda áfram að nota virkan ferðamáta á leið í og úr skóla (ganga eða hjóla). Eins viljum við minna á að bráðum fer að verða mjög dimmt á morgnana þegar börnin eru á leiðinni í skólann. Þá er mikilvægt að huga að viðeigandi öryggisbúnaði eins og endurskinsmerkjum á útifötin og ljós á hjólin -og auðvitað eiga allir alltaf að vera með hjálm þegar þeir eru á hjóli.
Við Húnabraut 2a | 540 Húnabyggð Sími: 455-4750 Netfang: hunaskoli@hunaskoli.is |
Skólinn er opinn frá |
.