Húnaskóli auglýsir eftir skólaliða á Skóladagheimili í u.þ.b. 50% starf til maíloka 2023
Um er að ræða tímabundið starf frá janúar til loka maí 2023, u.þ.b. 50% starf á Skóladagheimili sem starfrækt er frá hádegi til klukkan fjögur. Starfið er mjög fjölbreytt þar sem áhersla er lögð á mannleg samskipti bæði við börn og fullorðna. Starfið felst m.a. í því að aðstoða nemendur í mötuneyti og gæta þeirra bæði úti og inni á meðan þeir dvelja á Skóladagheimilinu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknum skal skilað ásamt kynningarbréfi og ferilskrá í tölvupósti á netfang Þórhöllu Guðbjartsdóttur skólastjóra, thorhalla@blonduskoli.is. Umsækjandi þarf að veita leyfi til upplýsingaöflunar úr sakaskrá. Nánari upplýsingar fást hjá skólastjóra í síma 892-4928. Umsóknarfrestur er til 15. janúar.
Umsækjandur mega hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, að veittri fræðslu til hans þar að lútandi.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu og Launanefndar sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands.
Við Húnabraut 2a | 540 Húnabyggð Sími: 455-4750 Netfang: hunaskoli@hunaskoli.is |
Skólinn er opinn frá |
.