Jólalestrarbingó

Kæru foreldrar og forráðamenn

Við viljum bjóða nemendum okkar og fjölskyldum þeirra að taka þátt í Jólalestrarbingói í desember. Þetta er góð leið til að skapa lestrarstundir saman yfir hátíðarnar. Börnin læra að njóta lesturs og upplifa gleðina sem fylgir því að klára skemmtilega áskorun. 
Gaman væri ef þið mynduð taka þátt í þessu með börnum ykkar, jafnvel prenta út fleiri eintök fyrir alla á heimilinu og vera þannig góðar lestrarfyrirmyndir.
Inn á heimasíðu skólans er hægt að sækja Jólalestrarbingóið ásamt leiðbeiningum. Einnig er hægt að fá prentuð eintök á bókasafninu.
 Jólabingómiðar sem skila sér fyrir 10.janúar 2025 fara í lukkupott og vinningshafar verða tilkynntir á heimasíðu skólans. 

Kær kveðja 
Inga bókasafnsvörður Húnaskóla

Jólalestrarbingó