Sigga Dögg kynfræðingur kom í skólann í morgun og var með þrjá kynfræðslufyrirlestra, fyrir 7. bekk, 8. bekk og 9. og 10. bekk. Voru nemendur og starfsfólk sammála um að þetta hefðu verið virkilega skemmtilegir og fræðandi fyrirlestrar.
Sigga Dögg er með MA próf í kynfræði og BA próf í sálfræði. Hún er frumkvöðull í kynfræðslu ungmenna og hefur haldið fjölda fyrirlestra og erinda þar sem hún fræðir ungt fólk um kynlíf og líkamsímynd.
Við Húnabraut 2a | 540 Húnabyggð Sími: 455-4750 Netfang: hunaskoli@hunaskoli.is |
Skólinn er opinn frá |
.