Skákmót Húnaskóla, 8. - 10. bekkur

Skákmót Húnaskóla, 8. - 10. bekkur

Föstudaginn 21. mars var haldið fyrsta skákmót Húnaskóla fyrir nemendur í 8. - 10. bekk.

Tíu unglingar skráðu sig til keppni. Í mótinu voru notaðar gjafirnar sem Skáksamband Íslands gaf skólanum í tilefni 100 ára afmælis Skáksambandsins; skákborð, taflmenn og skákklukkur. 

Mótið var mjög skemmtilegt og keppni hörð. Úrslit urðu þau að Eyjólfur Örn Þorgilsson og Robin Peter Erlendsson Weinert urðu jafnir í fyrsta sæti, Ari Ingvarsson í þriðja sæti og Aron Örn Ólafsson í fjórða sæti. Aðrir keppendur voru Danyil Mykytyn, Fannar Ingi Jónasson, Klara Mist Sólveigardóttir, Magnús Ólafsson, Ragnar Ari Halldórsson og Trausti Þór Þorgilsson.

Þeir sem urðu jafnir í 1. sæti fengu gjafabréf frá Teni restaurant og allir keppendur fengu viðurkenningarskjal frá Skáksambandi Íslands. Ólafur og Unnar starfsmenn skólans höfðu umsjón með mótinu.