Grímuball

Grímuball Húnaskóla verður í Félagsheimilinu á Blönduósi á öskudaginn, miðvikudaginn 5.mars.
Húsið opnar kl. 16:30 og ballinu lýkur kl. 18:00.
Miðaverð er kr. 500 fyrir grímuklædda en kr. 1.000 fyrir aðra.
Ágóði rennur í nemendasjóð Húnaskóla.

Börn, foreldrar og aðrir íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að koma grímuklæddir á ballið.
Börn í 4. bekk og yngri eiga að vera í fylgd með fullorðnum. 

Dagskrá:

16:30 Húsið opnað

Dans

Marsering

Dans

Slá köttinn úr tunnunni

18:00 Lok