Smásagnakeppni FEKÍs (Félag enskukennara) hófst 26. september, á evrópska tungumáladeginum. Keppnin er haldin ár hvert meðal grunn- og framhaldsskólanema á Íslandi. Þema keppninnar í ár var „Power“.
Keppt er í 4 flokkum:
5. bekkur og yngri grunnskóli
6.-7. bekkur grunnskóli
8.-10. bekkur grunnskóli
og framhaldsskóli
Hver skóli má senda 3 sögur úr hverjum flokki.
Það var mjög ánægjulegt að Húnaskóli átti tvo vinningshafa í ár: Sigrún Erla Snorradóttir með söguna "The Flying Family" í flokki 5. bekkjar og yngri og Bella Lind Stenlund með söguna "The Power of a Horse" í 6.-7.bekkjar flokki.
Verðlaunaafhending fór fram á Bessastöðum 2. mars 2023. Stelpunum var boðið á þennan viðburð ásamt foreldrum sínum og Sonja Suska, kennara.
Við óskum Sigrúnu Erlu og Bellu Lind innilega til hamingju!!
Við Húnabraut 2a | 540 Húnabyggð Sími: 455-4750 Netfang: hunaskoli@hunaskoli.is |
Skólinn er opinn frá |
.