Húnaskóli óskar eftir lestrarömmum og lestraröfum
Húnaskóli hefur verið svo lánsamur að frábærir einstaklingar hafa komið í skólann og hlustað á börnin lesa fyrir sig. Það er þannig að „ömmur og afar“ koma í skólann á ákveðnum tíma/um og hlusta á börn lesa. Við leitum því til ykkar – er einhver áhugasamur þarna úti sem á lausan klukkutíma á viku – eða fleiri? Athugið að þetta þurfa ekki að vera eiginlegar ömmur eða afar heldur einungis áhugasamir einstaklingar sem bjóða aðstoð sína.
Endilega hafið samband við Heiðbjörtu ritara í síma 455-4750 eða sendið tölvupóst á hunaskoli@hunaskoli.is
Við Húnabraut 2a | 540 Húnabyggð Sími: 455-4750 Netfang: hunaskoli@hunaskoli.is |
Skólinn er opinn frá |
.