Skólaþing Húnaskóla fimmtudaginn 27. apríl 2023
Viltu hafa áhrif á skólamál í Húnabyggð?
Við bjóðum þér á skólaþing í matsal Húnaskóla fimmtudaginn 27. apríl kl. 16:30 til 18:00.
Boðnir eru: nemendur skólans, foreldrar, starfsfólk, fræðslunefnd og aðrir áhugasamir.
Nokkur mál verða tekin fyrir á fundinum en þú velur tvö málefni sem þér finnst áhugaverðust og hefur mestan áhuga á að hafa áhrif á.
Þú ferð inn á slóðina hér fyrir neðan og skráir þig á fundinn og velur tvö málefni.
https://docs.google.com/forms/
Dagskrá fundarins:
Fundargestir mæta og setjast við þau borð sem þeir hafa valið sér (borð eru merkt þeim málefnum sem fundargestir eru þegar búnir að velja).
Skólastjórnandi kynnir fyrirkomulag og verkefnin.
Hópstjórar eru kynntir og hópastarf byrjar.
Hlé.
Fundargestir færa sig um borð og fara á borð með því málefni sem þeir völdu sér í seinni umræðuhóp.
Málefnin eru:
Skólareglur - Hvernig skólabrag viljum við hafa í Húnaskóla?
Viðburðir - Sköpum okkar hefðir.
Skóladagurinn - Tímasetningar - upphaf, frímínútur, hádegishlé og lok.
Vordagar - Vettvangsferðir, grenndarkennsla, ferðalög o.fl.
Forvarnaráætlun - Innihald og hverjir með?
Heilsueflandi skóli - Innleiðing - hvar skal byrja?
Læsisstefnan - Innihald og þátttaka allra.
Vonandi sjáum við ykkur sem flest.
Við Húnabraut 2a | 540 Húnabyggð Sími: 455-4750 Netfang: hunaskoli@hunaskoli.is |
Skólinn er opinn frá |
.