Sveit Húnaskóla hreppti 3. sætið á Íslandsmóti grunnskólasveita í skák.
31.03.2025
Íslandsmót grunnskólasveita í skák 2025, 8.-10. bekkur, fór fram sunnudaginn 30. mars í Rimaskóla.
Tefldar voru sjö umferðir á mótinu.
Hægt er að skoða úrslit hér á þessari
síðu
A-sveit Húnaskóla hreppti 3ja sætið á mótinu.
Húnaskóli vann keppni landsbyggðarsveita svo strákarnir komu með tvo bikara heim.
Strákarnir stóðu sig feikilega vel. Sveitina skipuðu þeir Eyjólfur Örn Þorgilsson, Robin Peter Erlendsson Weinert, Ari Ingvarsson og Aron Örn Ólafsson. Unnar Árnason liðstjóri var strákunum til halds og trausts á mótinu. Erlendur Kolbeinsson sá um að koma þeim suður.
Til hamingju strákar glæsilegt hjá ykkur!