Þær Guðrún Sigurjónsdóttir og Sigríður Eddý Jóhannesdóttir láta af störfum vegna aldurs núna í við skólalok. Þær hafa báðar unnið við skóla á svæðinu til fjölda ára, Gunna fyrst 1982-1986 og svo frá 1999 til dagsins í dag sem skólaliði, stuðningsfulltrúi og verkgreinakennari á Húnavöllum en síðasta starfsárið starfaði hún sem stuðningsfulltrúi í Húnaskóla. Sigríður hóf störf sem kennari við Grunnskólann á Blönduósi árið 1997 sem síðar breyttist svo í Blönduskóla og núna síðasta starfsárið kenndi hún í nýja skólanum, Húnaskóla.
Við þökkum þeim fyrir gott samstarf og óskum þeim velfarnaðar.
Við Húnabraut 2a | 540 Húnabyggð Sími: 455-4750 Netfang: hunaskoli@hunaskoli.is |
Skólinn er opinn frá |
.