Úrslit Ljóðaflóðs 2023, ljóðasamkeppni grunnskólanema

Úrslit Ljóðaflóðs 2023, ljóðasamkeppni grunnskólanema

Nokkrir nemendur Húnaskóla fá ljóðin sín birt á vef Menntamálastofnunar

 

Á vef Menntamálastofnunar, https://mms.is/frettir/urslit-ljodaflods-2023 má nú sjá frétt um úrslit í ljóðasamkeppni grunnskólanema, Ljóðaflóði 2023. Menntamálastofnun, í samstarfi við KrakkaRÚV, efndi til keppninnar í tilefni af Degi íslenskrar tungu. 

Einn nemandi á hverju stigi fékk bókaverðlaun og viðurkenningarskjal fyrir verðlaunaljóð. Að auki voru nokkur ljóð talin með þeim bestu á hverju stigi og eru þau ljóð einnig birt á vef stofnunarinnar. Voru nemendur í 7. - 10. bekk Húnaskóla meðal höfunda ljóða í þessum hópi. 

Það eru:

Hildur Kristín Guðmundsdóttir í 7. bekk, 

Bella Lind Stenlund, í 8. bekk, 

Hlynur Örn Ólason, í 8. bekk, 

Natalía Rán Skúladóttir, í 8. bekk,  

Þóranna Martha Pálmadóttir, í 8. bekk, 

Óskar Sólberg Róbertsson í 9. bekk 

og Stefana Björg Guðmannsdóttir í 10. bekk. 

 

Ljóð Hildar Kristínar má finna hér:

https://mms.is/sites/mms.is/files/ljodaflod_til_birtingar_midstig_2023.pdf 

 

Ljóð Bellu Lindar, Hlyns Arnar, Natalíu Ránar, Óskars Sólbergs, Stefönu Bjargar og Þórönnu Mörthu má finna hér:

https://mms.is/sites/mms.is/files/ljodaflod_til_birtingar_unglingastig_2023.pdf

 

Innilega til hamingju krakkar.